Fréttir | 07. okt. 2019

Sendiherra Þýskalands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Þýskalands, Dietrich Becker, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traust samskipti Íslands og Þýskalands, nýlega heimsókn Þýskalandsforseta til Íslands og sameiginlegar áskoranir sem bíða Íslendinga og Þjóðverja í bráð og lengd, ekki síst á sviði loftslagsmála. Þá var rætt um möguleika á auknu samstarfi við nýtingu jarðhita í Þýskalandi og leiðir til að efla menningartengsl ríkjanna. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs bauð forseti til móttöku fyrir embættismenn og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Þýskalands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar