Fréttir | 09. okt. 2019

Norðurslóðir

Forseti tekur á móti félögum og fulltrúum Efnahagsráðs Norðurslóða (Arctic Economic Council) og Norðurskautsráðsins. Íslendingar fara nú með formennsku í báðum þessum ráðum og sameiginlegur fundur þeirra í Reykjavík í dag var sá fyrsti af því tagi frá því að Efnahagsráðið var stofnað fyrir fimm árum. Innan vébanda ráðanna beggja er unnið að vænlegri framtíð íbúa norðurslóða, með sjálfbærni að leiðarljósi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar