Fréttir | 09. okt. 2019

Umhverfisdagur atvinnulífsins

Forseti sækir Umhverfisdag atvinnulífsins sem haldinn er í Reykjavík. Að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Forseti flutti við þetta tækifæri stutt ávarp og afhenti tvenn verðlaun. Krónan var heiðruð fyrir framtak ársins á sviði sjálfbærni og umhverfisverndar og Brim var valið umhverfisfyrirtæki ársins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar