Fréttir | 10. okt. 2019

Konur, stríð og friður

Forsetahjón sækja alþjóðaráðstefnuna „The Imagine Forum: Women for Peace“. Friðarsetrið Höfði stendur árlega að friðarráðstefnu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Forseti flutti opnunarávarp og minntist m.a. á konur og vígamenn til forna. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni eru Madeleine Rees, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands kvenna fyrir friði og frelsi (WILPF), Aya Mohammed Abdullah, talskona UNHCR, Mariam Safi, forstöðumaður Rannsóknarseturs um stefnumótun og þróunarfræði (DROPS), Bronagh Hinds, meðstofnandi Northern Ireland Women's Coalition og stofnandi DemocraShe, Fawzia Koofi, afgönsk þingkona og baráttukona fyrir réttindum kvenna, Zinat Pirzadeh, uppistandari og rithöfundur, Aiko Holvikivi, fræðimaður hjá rannsóknarsetri LSE um konur, frið og öryggi, Harriet Adong, framkvæmdastjóri FIRD, Foundation for Integrated Rural Development í Úganda, og T. Ortiz, mannréttindafrömuður, sérfræðingur hjá Miðstöð gegn mansali í Baltimore.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar