Fréttir | 21. okt. 2019

Lambakjöt í Japan

Forseti sækir kynningarviðburð í Tókýó. Okura hótelið í Tokyo, sem á sér langa sögu en hefur nýverið verið endurnýjað, hefur nú á boðstólum í veitingahúsi sínu íslenskt lambakjöt sem hefur átt vaxandi vinsældum að fagna í Japan. Fulltrúar hótelsins og fyrirtækisins Global Vision, sem stendur að innflutningi lambakjöts til Japan, kynntu forseta starfsemi sína og metnaðarfull markmið. Forseti heimsótti eldhús hótelsins og fékk að bragða á þeirri matreiðslu kjötsins sem þar er í hávegum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar