Fréttir | 21. okt. 2019

Vinafélag Íslands og Japans

Forsetahjón sitja kvöldverðarboð í Tókýó í boði frú Tsuchiya Shinako, formanns vináttufélags Íslands og Japans á Japansþingi. Forseti og forsetafrú verða viðstödd krýningu Japanskeisara á morgun ásamt þjóðhöfðingjum eða fulltrúum velflestra ríkja heims. Vináttufélagið hefur starfað um árabil. Undir borðum var rætt um leiðir til að efla enn frekar samskipti ríkjanna á ýmsum sviðum, m.a. í menningar- og menntamálum og munu forseti og forsetafrú heimsækja háskóla í höfuðborginni meðan heimsókn þeirra stendur. Þá var rætt um leiðir til að auka viðskipti landanna enn frekar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar