Fréttir | 06. nóv. 2019

Votlendi

Forseti flytur ávarp á ráðstefnu Votlendissjóðsins í Reykjavík. Forseti kynnti þar hvernig votlendi í landi Bessastaða hefur verið endurheimt. Skurðir, sem voru grafnir á sínum tíma til að framræsa land og rækta tún, koma ekki að gagni lengur. Fyllt er upp í þá og kolefni bundið. Enn fremur bætist þá kjörlendi fugla og líffræðileg fjölbreytni á nesinu eykst.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar