Fréttir | 07. nóv. 2019

Sjávarútvegsráðstefnan

Forseti flytur opnunarávarp á Sjávarútvegsráðstefnunni sem nú er haldin í Reykjavík í tíunda sinn. Viðburðurinn varir í dag og á morgun og eru þar kynnt sóknarfæri og framtíðaráform á öllum sviðum íslensks sjávarútvegs. Í dag voru hvatningarverðlaun ráðstefnunnar einnig veitt, í samvinnu við TM. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd og hlutu fyrir það viðurkenningar, Codland, Sjávarklasinn og Niceland Seafood sem hlaut verðlaunin í ár.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar