Fréttir | 20. nóv. 2019

Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum

Forseti tekur á móti þátttakendum í alþjóðlegu rannsóknaverkefni, The Collaborative Learning Initiative, Managing and Adapting to The Environment (CLIMATE). Í hópnum er fólk frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum og er ætlunin að greina vandamál tengd loftslagsbreytingum, bera kennsl á þau og þróa líkan sem miðar að því að finna leiðir til að mæta þeim. Verkefnið hófst árið 2017 og er gert ráð fyrir að því ljúki sumarið 2020. Það er styrkt af Evrópusambandinu og er hluti af norðurslóðaáætlun sambandsins - Northern Periphery and Arctic (NPA). Hópurinn heldur málþing sitt hér á landi á Höfn í Hornafirði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar