Fréttir | 06. des. 2019

Verðlaunasjóður Ásu Wright

Forseti afhendir heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Ásusjóður var stofnaður á hálfrar aldar afmæli Vísindafélags Íslands, 1. desember 1968. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin í ár fyrir brautryðjendastarf við að samtvinna rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum og erfðum þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar