Fréttir | 09. jan. 2020

Ferðamennska og Maine

Forseti á fund með Tracy S. Michaud, prófessor við University of Southern Maine í Bandaríkjunum og gestakennara við Háskólann í Reykjavík. Rætt var um samskipti Íslands og Mainefylkis og mikilvægi vandaðra vinnubragða í ferðaþjónustu. Í för með Michaud voru systur og dætur. Í skóla dætranna er unnið að verkefni um Ísland og svaraði forseti spurningum nemenda þar um sögu landsins og samtíð.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar