Fréttir | 29. jan. 2020

Nýsköpunarverðlaunin

Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Fimm verkefni, unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki, voru tilnefnd til verðlaunanna sem sjá má í fréttatilkynningu um málið. Verkefnið sem verðlaunin hreppti var „Tengsl óeðlilegs blóðhags við bráða fylgikvilla og langtíma útkomu eftir skurðaðgerðir“, sem unnið var af Halldóri Bjarka Ólafssyni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar