Fréttir | 09. feb. 2020

Óháði söfnuðurinn

Forseti sækir hátíðarmessu og samsæti í tilefni 70 ára afmælis Óháða safnaðarins í Reykjavík. Til hans var stofnað árið 1950, eftir ósætti með prestskosningar í Fríkirkjunni í Reykjavík, og var Emil Björnsson fyrsti safnaðarpresturinn. Nú gegnir Pétur Þorsteinsson þeirri stöðu. Ríflega 3.000 manns eru í Óháða söfnuðinum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar