Fréttir | 10. feb. 2020

Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi

Forseti sendi í morgun heillaóskir til Hildar Guðnadóttur tónskálds í tilefni þess að í gærkvöld hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hildur hlaut þannig Óskarstyttu, fyrst Íslendinga og er vel að þeim heiðri komin eins og forseti rakti í kveðju sinni. Fyrir rúmum mánuði hlaut Hildur Guðnadóttir Bjartsýnisverðlaunin og tóku ættingjar hennar við þeim úr hendi forseta þar sem hún var þá upptekin ytra við enn aðra verðlaunaathöfn.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar