Fréttir | 13. feb. 2020

Hugarflug og Hildur Guðnadóttir

Forseti flytur ávarp á Hugarflugi, árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands. Forseti kynnti annan lykilfyrirlesara viðburðarins, Hildi Guðnadóttur, hollvin skólans og Óskarsverðlaunahafa. Hildur var á heimaslóðum í Berlín í Þýskalandi en tók þátt í athöfninni með fjarfundabúnaði. Forseti óskaði Hildi til hamingju með þá vegtyllu og annan heiður sem henni hefur hlotnast að undanförnu fyrir kostamiklar tónsmíðar sínar. Jafnframt lofaði forseti hógværð Hildar og þau sterku skilaboð sem hún flutti í þakkarræðu sinni á verðlaunahátíðinni í Hollywood. Ávarp forseta má horfa á hér (hefst á 27:50 mínútu). Þegar forseti hafði lokið máli sínu ræddi Fríða Björk Ingvarsdóttir við Hildi um list hennar og líf, sýn á kvikmyndaheiminn og framtíðaráform.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar