Fréttir | 20. feb. 2020

Kokkalandsliðið

Forseti fagnar kokkalandsliði Íslands og flytur ávarp í móttöku til heiðurs liðsmönnum þess. Landsliðið hlaut tvenn gullverðlaun og lenti í þriðja sæti á Ólympíumótinu í matreiðslu sem haldið var í Stuttgart í Þýskalandi. Áður var níunda sæti besti árangur liðsins á þessu móti. Í máli sínu nefndi forseti að með verðlaunaðri matseld sinni hefðu hinir íslensku matreiðslumeistarar vakið verðskuldaða athygli á íslenskri matargerðarlist og íslensku hráefni, og því bæri að sjálfsögðu að fagna. Í sama streng tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem ávarpaði samkomuna sömuleiðis.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar