Fréttir | 25. feb. 2020

Sprengidagur hjá Sjálfsbjörg

Forsetahjón sitja hádegisverð á sprengidag í Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík í boði Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. Í boði var saltkjöts- og baunasúpa að hætti dagsins. Undir borðum ræddu forsetahjónin við Grétar Pétur Geirsson, formann félagsins, og Arndísi Baldursdóttur gjaldkera um starfsemi þess, sögu og framtíðarhorfur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar