Fréttir | 21. mars 2020

Kveðja Noregskonungs

Haraldur Noregskonungur hefur sent forseta Íslands og íslenskri þjóð góðar kveðjur og óskir. Konungur kom þeim hlýhug á framfæri í svari sínu við bréfi forseta til norsku konungshjónanna sem nú eru í sóttkví í öryggisskyni. Óskaði forseti þeim og norsku þjóðinni velfarnaðar á erfiðum tímum. Forseti sendi þjóðhöfðingjum annarra norrænna ríkja einnig kveðjur og hefur fundið fyrir sama vinarhug í þeim röðum. Bréf forseta. Bréf Noregskonungs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar