Fréttir | 27. mars 2020

Vísindavika Norðurslóða

Forseti flytur opnunarávarp  á Vísindaviku Norðurslóða, alþjóðlegri ráðstefnu á vegum Háskólans á Akureyri með aðild RANNÍS, Rannsóknamiðstöðvar Íslands. Til stóð að halda viðburðinn á Akureyri en farsóttin kom í veg fyrir það og er ráðstefnunni þess í stað streymt á netinu. Í ávarpi sínu minnti forseti á mikilvægi vísinda og rannsókna, ekki síst til að vinna bug á veirunni sem nú herjar á mannkyn allt. Horfa má á ávarp forseta hér og lesa það hér.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar