Fréttir | 01. apr. 2020

Forseti Eistlands

Forseti á símafund með Kersti Kaljulaid, forseta Eistlands. Rætt var um sameiginlegan vanda Eistlendinga og Íslendinga og mannkyns alls um þessar mundir. Forsetarnir ræddu þær ráðstafanir og varnir sem gripið hefur verið til hér á landi og í Eistlandi vegna veirunnar skæðu. Einnig var rætt um vinsamleg samskipti Íslands og Eistlands í áranna rás og leiðir til að viðhalda þeim.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar