Forseti flytur ávarp og afhendir Íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu í Reykjavík. Að Safnaverðlaununum standa Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna ICOM og Félag íslenskra safna og safnamanna, FÍSOS. Fimm söfn voru tilnefnd til verðlaunanna og hlaut Þjóðminjasafn Íslands hnossið fyrir varðveislu- og rannsóknamiðstöðvar sínar ásamt Handbók um varðveislu safnkosts. Í máli sínu hvatti forseti landsmenn til að ferðast sem mest innanlands í sumar og kynna sér þá öll þau merku og skemmtilegu söfn sem finna má um landið allt.
Aðrar fréttir
Fréttir
|
20. jan. 2021
Sjósund og ofkæling
Opnunarávarp á málstofu um sjósund og ofkælingu.
Lesa frétt