Fréttir | 20. maí 2020

Lestrarkeppni grunnskólanna

Forseti afhendir verðlaun á Bessastöðum í lestrarkeppni grunnskóla. Keppnin var á vegum Samróms, verkefnis um máltækni sem Almannarómur, Deloitte, Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarsjóður námsmanna standa að. Í grunnskólakeppninni var raddsýnum safnað og gagnast þau við skipa íslensku máli verðugan sess í stafrænum heimi. Á meðal skóla með færri en 450 nemendur bar Smáraskóli sigur úr býtum og Grunnskólinn á Þórshöfn lenti í öðru sæti. Í keppni skóla með yfir 450 nema varð Hraunvallaskóli hlutskarpastur og næstur honum kom Salaskóli.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar