Forsetahjón heimsækja íbúa og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík. Veiran skæða geisaði þar fyrr í ár, tveir létust og aðrir veiktust, sumir illa. Starfslið sinnti sínum störfum af stakri prýði en kalla þurfti til bakvarðasveit að sunnan. Rætt var um þessa lífsreynslu og forseti og forsetafrú ræddu við fjölmiðlafólk sem vinnur að heimildarmynd um farsóttina og hvernig tekist var á við hana á Íslandi.
Aðrar fréttir
Fréttir
|
20. jan. 2021
Sjósund og ofkæling
Opnunarávarp á málstofu um sjósund og ofkælingu.
Lesa frétt