Fréttir | 10. júlí 2020

Bókargjöf

Forseti tekur við bókargjöf, ævisögu Jürgens Klopps, framkvæmdastjóra enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Raphael Honigstein er höfundur ritsins og Ingunn Snædal þýddi það á íslensku. Forsvarsmenn bókaútgáfunnar Krummi, sem gaf verkið út á Íslandi, afhentu forseta bókina. Við sama tilefni afhenti forseti þeim sjálfsævisögu Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United um árabil og sigursælasta stjórnanda í sögu ensku knattspyrnunnar, og hvatti þá til að gefa þá bók einnig út á íslensku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar