Fréttir | 29. júlí 2020

Snorraverkefnið

Forseti tekur á móti afmælisriti Snorrasjóðs. Í verkinu er fjallað um Snorraverkefnið. Til þess var stofnað fyrir 20 árum og undir merkjum þess hafa íbúar í Vesturheimi af íslenskum uppruna haldið til Íslands, stundað hér nám og kynnst heimahögum forfeðra sinna og formæðra. Venja er að forseti taki á móti þátttakendum í Snorraverkefninu á Bessastöðum. Veiran skæða veldur því að engir hópar hafa komið til Íslands í ár en stefnt er að því að taka upp þráðinn á ný næsta ár. Julie Summers, ritstjóri verksins, og Pála Hallgrímsdóttir, verkefnisstjóri Snorrasjóðs, afhentu forseta afmælisritið.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar