Fréttir | 31. júlí 2020

Skert starfsemi

Í ljósi tilmæla sóttvarnaryfirvalda hefur embætti forseta Íslands skert starfsemi sína að undanförnu. Ekki hefur verið efnt til fjölmennra viðburða á Bessastöðum og hefur fundum þar og á skrifstofu forseta í Reykjavík verið haldið í lágmarki eins og boðað var í frétt um málið 13. mars síðastliðinn. Nú liggur fyrir að farsóttin er sums staðar enn að færast í aukana og stjórnvöld hvetja fólk til að sýna aðgát á mannamótum, hafa tvo metra hið minnsta milli manna þegar þess er kostur og takmarka fjölda á viðburðum við hundrað manns hið mesta. Embætti forseta mun eins og áður fara að tilmælum sóttvarnaryfirvalda í starfsemi sinni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar