Fréttir | 03. ágú. 2020

Íslendingadagurinn

Forseti sendir Vestur-Íslendingum kveðju á Íslendingadeginum vestan hafs. Venja er að Kanadamenn og Bandaríkjamenn af íslenskum uppruna komi saman og minnist hinnar gömlu ættjarðar á mannamótum fyrstu helgi ágústmánaðar. Í ár ráða varnir gegn veirunni skæðu því að ómögulegt var að halda við þeirri hefð. Þess í stað var dagurinn haldinn hátíðlegur með rafrænum hætti. Kveðju forseta til Vestur-Íslendinga má lesa hér og einnig má horfa á hana á fésbókarsíðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar