Fréttir | 19. sep. 2020

Wilhelm Beckmann

Forseti sækir hátíð í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju. Þar var fagnað útgáfu bókar um þýsk-íslenska listamanninn Wilhelm Beckmann og styrkjum úthlutað í fyrsta sinn úr sjóði Stofnunar Wilhelms Beckmanns. Forseti tók við fyrsta eintaki bókarinnar og flutti stutt ávarp við það tilefni. Beckmann flúði Þýskaland á valdaskeiði nasista, bjó um skeið í Danmörku en fékk svo landvistarleyfi hér. Hann var fyrsti bæjarlistamaður Kópavogs og hægt er að fræðast um verk hans og lífshlaup hér. Forseti afhenti ungu listafólki einnig þá styrki sem veittir voru í dag fyrir tilstilli Stofnunar Wilhelms Beckmanns. Styrkina hlutu Fritz Hendrik og Rannveig Jónsdóttir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar