Fréttir | 06. okt. 2020

Íslensku menntaverðlaunin

Í gær kynnti Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hverjir tilnefndir eru til Íslensku menntaverðlaunanna en embætti forseta Íslands er meðal þeirra aðila sem að verðlaununum standa.

Þeir sem tilnefndir eru fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur eru Dalskóli, Leikskólinn Rauðhóll, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Pólski skólinn og Tónskóli Sigursveins.

Þeir sem tilnefndir eru sem framúrskarandi kennarar eru Anna Sofia Wahlström, Birte Harksen, Björn J. Sighvatz, Ólöf Ása Benediktsdóttir og Þórunn Elídóttir.

Verkefni sem tilnefnd eru sem framúrskarandi þróunarverkefni eru Frístundalæsi, Listrænt ákall til náttúrunnar, Smiðjan í skapandi skólastarfi, Vistheimt með skólum og Snillitímar í Gerðaskóla.

Íslensku menntaverðlaunin verða síðan veitt á Bessastöðum, föstudaginn 13. nóvember auk sérstakra hvatningarverðlauna. Lesa má nánar um þessar tilnefningar hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar