Fréttir | 12. nóv. 2020

Jafnvægisvog FKA

Eliza Reid forsetafrú flytur ávarp og kynnir viðurkenningarhafa Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnulífinu á ráðstefnunni Jafnrétti er ákvörðun sem að þessu sinni var streymt í beinni útsendingu á vefsíðu RÚV. Jafnvægisvogin er verkefni sem hefur það markmið að jafna kynjahlutfall í efstu stjórnendalögum í atvinnulífinu og voru viðurkenningar veittar þeim sem þóttu hafa skarað fram úr í jafnréttismálum á síðastliðnu ári. Þrjátíu fyrirtæki, fimm sveitarfélög og níu opinberir aðilar hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar að þessu sinni.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar