Forseti á fjarfund með Egils Levits, forseta Lettlands. Rætt var um heimsfaraldurinn og stöðu mála á Íslandi og í Lettlandi, viðbrögð alþjóðasamfélagsins og vonir um bóluefni sem duga muni gegn farsóttinni. Þá var rætt um sjálfstæðisheimt Letta í ágúst 1991, atbeina Íslands í sjálfstæðisbaráttu þeirra og annarra Eystrasaltslanda um þær mundir. Í því sambandi var rætt um leiðir til að minnast þess að næsta ár verða liðin 30 ár frá því að Lettland, Eistland og Litáen endurheimtu sjálfstæði sitt.
Aðrar fréttir
Fréttir
|
20. jan. 2021
Sjósund og ofkæling
Opnunarávarp á málstofu um sjósund og ofkælingu.
Lesa frétt