Fréttir | 19. nóv. 2020

Bertel Thorvaldsen

Forseti leggur blómsveig að styttu Bertels Thorvaldsens í Hljómskálagarðinum í Reykjavík, í tilefni af því að í dag eru 250 ár liðin frá fæðingu þessa íslensk-danska myndhöggvara, þekktasta listamanns Norðurlanda á sinni tíð. Að athöfn lokinni var boðað til stafrænnar dagskrár um líf og list Thorvaldsens. Fróðleik um hann má sjá á heimasíðu Thorvaldsenssafnsins í Kaupmannahöfn, á ensku og dönsku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar