Fréttir | 07. jan. 2021

Ábyrg ferðaþjónusta

Forseti afhendir hvatningarverðlaun á Degi ábyrgrar ferðaþjónustu. Í ár varð fjölskyldufyrirtækið Friðheimar fyrir valinu og tóku hjónin Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann við viðurkenningunni á Bessastöðum. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að í Friðheimum sé lögð mikil áhersla á réttindi starfsfólks og stuðning við nærsamfélagið. Fyrirtækið hefur tekið þátt í hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta frá upphafi, árið 2017. Að verkefninu standa Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Forseti Íslands er verndari Ábyrgrar ferðaþjónustu.

Verðlaunaathöfnina má sjá hér neðar:

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar