Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin í ár hlutu þau Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, og Ísól Sigurðardóttir, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. Markmið verkefnisins var að hanna og þróa frumgerð að hugbúnaði til þess að aðstoða skjólstæðinga meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi. Fimm önnur verkefni voru tilnefnd og hlutu viðurkenningar. Um verkefnin öll, nemendur og leiðbeinendur, má lesa hér.
Myndasafn
Aðrar fréttir
Fréttir
|
01. mars 2021
Þakkarbréf til Frakklands
Forseti sendir bréf til forseta Frakklands og lækna.
Lesa frétt