Fréttir | 20. jan. 2021

Sjósund og ofkæling

Forseti flytur opnunarávarp á málstofu um ýmsar hliðar sjósunds og ofkælingar á Læknadögum. Ráðstefnan var haldin í Hörpu í Reykjavík og streymt þaðan. Forseti ræddi um eigin reynslu af sjósundi í áranna rás, kosti þess og þá aðgát sem verður að sýna. Erindi á málstofunni fluttu læknarnir Kristín Sigurðardóttir, Felix Valsson, Björn Rúnar Lúðvíksson og Éric Contant frá Kanada, auk Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns og BA í sálfræði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar