Fréttir | 20. feb. 2021

Íslensku þýðingaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku þýðingaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Guðrún Hannesdóttir var sæmd þessum heiðri fyrir þýðingu sína á verkinu Dyrnar eftir Magda Szabó frá Ungverjalandi. Dimma gaf út. Bandalag þýðenda og túlka stendur að verðlaununum, með stuðningi Rithöfundasambands Íslands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Forseti flutti stutt ávarp við þetta tilefni og minnti þar á mikilvægi þýðinga, ekki aðeins í heimi bókarinnar heldur einnig í myndrænni miðlun. Þar þurfi textun og talsetningu á góðri íslensku.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar