Fréttir | 14. apr. 2021

Fundur með forseta Slóvakíu

Forseti á fjarfund með forseta Slóvakíu. Zuzana Čaputová hefur verið þjóðhöfðingi þar frá árinu 2019. Rætt var um traust samskipti Íslands og Slóvakíu og leiðir til að styrkja þau enn frekar. Meðal annars var rætt um kynjajafnrétti á Íslandi og möguleika á auknu samstarfi á sviði jarðhita ytra. Þá var rætt um stöðu heimsfaraldursins í báðum ríkjum og þá von að senn birti til, ekki síst með auknum bólusetningum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar