Fréttir | 30. apr. 2021

Þórður í Skógum

Forseti sækir hátíð að Skógum undir Eyjafjöllum til heiðurs Þórði Tómassyni safnverði og sagnaþul. Fyrr í vikunni átti Þórður aldarafmæli og var þess minnst í dag. Fólk kom einnig saman til að fagna útgáfu nýrrar bókar eftir hann um Stóruborg, sögu staðarins og hinn merka fornleifauppgröft sem þar fór fram seint á síðustu öld. Á viðburðinum í dag færði Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður stjórnar Skógasafns, Þórði heiðursskjal í þakklætisskyni fyrir ævistarf í þágu safnsins og íslenskrar þjóðmenningar. Þá sæmdu fulltrúar Oddafélagsins hann gullmerki félagsins. Forseti flutti ávarp og þakkaði Þórði fyrir hans ómetanlega þátt við varðveislu og miðlun íslenskrar þjóðmenningar. Einnig tók forseti við eintaki bókarinnar um Stóruborg úr hendi höfundar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar