Fréttir | 02. maí 2021

Samúð

Forseti sendir Reuven Rivlin, forseta Ísraels, og Ísraelsmönnum öllum samúðarkveðjur vegna stórslyss sem varð á Lag B’Omer trúarhátíðinni á föstudag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu í dag.

Í kveðju sinni segir forseti að hugur Íslendinga sé með öllum þeim sem misst hafi ástvini eða slasast vegna harmleiksins. Áður hafði forseti einnig sent samúðarkveðju til Ísraelsmanna á Twitter.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar