Fréttir | 12. maí 2021

Sumarstörf auglýst

Skrifstofa forseta Íslands auglýsir sumarstörf ætluð námsmönnum, 18 ára eða eldri. Hægt er að sækja um störfin á vef Vinnumálastofnunar og er um að ræða störf við skráningu heimilda um Bessastaði (leitarorð: Heimildavinna) og skönnun og skráningu gagna forsetaembættisins (leitarorð: Gagnaskráning).

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar