Fréttir | 18. maí 2021

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna

Forseti á fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Blinken er staddur hér á landi í tilefni af ráðherrafundi Norðurskautsráðsins, sem hefst á fimmtudag. Á fundinum var rætt um tvíhliða samskipti ríkjanna, málefni norðurslóða og framtíð Norðurskautsráðsins. Þróun heimsfaraldursins bar einnig á góma og mikilvægi þess að þjóðir vinni saman að því að ráða niðurlögum hans. Þá var staðan í Miðausturlöndum rædd og ítrekaði forseti þá afstöðu íslenskra stjórnvalda að nauðsynlegt sé að ná fram vopnahléi og hlífa lífi saklausra borgara.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar