Fréttir | 08. júní 2021

Sendiherra Eistlands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Eistlands, Lauri Bambus, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traust samskipti Íslands og Eistlands í áranna rás og sameiginlega hagsmuni, ekki síst á vettvangi umhverfismála og öryggis- og varnarmála. Þá var rætt um varnir gegn farsóttinni í báðum þessum ríkjum og forseti lofaði frumkvæði Eistlendinga á sviði stafrænna lausna. Einnig minntist forseti á aðild Eistlands að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem hefði aukið orðspor landsins á alþjóðavettvangi. Loks var rætt um væntanlegan fund forseta Íslands og Eystrasaltslandanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litáens, hér á landi í ágúst í tilefni þess að þá verða 30 ár liðin frá því að Ísland tók á ný upp stjórnmálasamband við þau.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar