Fréttir | 10. júní 2021

Færeyjar og Ísland

Forseti á fund á Bessastöðum með sendimanni Færeyja á Íslandi, Höllu Nolsøe Poulsen. Rætt var um traust samskipti Íslendinga og Færeyinga í áranna rás og leiðir til að efla þau enn frekar. Þá var fjallað um vestnorrænt samstarf, ekki síst á sviði menningar og mennta, og aukið vægi okkar heimshluta á alþjóðavettvangi og sjónarmið Færeyinga í þeim efnum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar