Fréttir | 06. júlí 2021

Forseti Sviss

Forseti á fund með forseta Sviss, Guy Parmelin. Hann er jafnframt viðskiptaráðherra landsins og gegnir embætti þjóðhöfðingja í eitt ár eins og aðrir ráðherrar þar. Á fundi forsetanna var rætt um viðskipti Íslands og Sviss, stöðu ríkjanna á alþjóðavettvangi og sameiginlega hagsmuni á sviði loftslagsmála, mannréttinda og virðingar fyrir lögum á alþjóðavettvangi. Íslandsheimsókn Parmelins lýkur á fimmtudag.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar