Fréttir | 13. júlí 2021

Ólympíufarar

Forsetahjón taka á móti Ólympíuförum Íslands og fylgdarliði. Fjögur keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tókýó sem haldnir eru í sumar, ári síðar en ráð var fyrir gert og olli heimsfaraldurinn þeirri töf. Ásgeir Sigurgeirsson keppir í skotfimi, Guðni Valur Guðnason í kringlukasti og þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir í sundi. Sundkapparnir búa í Bandaríkjunum og Danmörku og halda beint þaðan á leikana.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar