Fréttir | 16. júlí 2021

Veraldarvinir

Forsetahjón sækja afmælisfagnað Veraldarvina að Brú í Hrútafirði. Þar hafa sjálfboðaliðar, sem koma hvaðanæva að úr heiminum, bækistöð sína. Síðustu tvo áratugi hafa Veraldarvinir unnið við að hreinsa fjörur landsins og gert það með miklum myndarbrag undir forystu Þórarins Ívarssonar, stofnanda hreyfingarinnar. Afmælishátíðin stóð um helgina.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar