Fréttir | 19. ágú. 2021

Forsetahjón í Jónshúsi

Forsetahjón heimsækja Jónshús í Kaupmannahöfn og skoða þar sýninguna „Heimili Ingibjargar og Jóns. Miðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn 1852–1879.“ Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss, tók á móti forsetahjónum og veitti leiðsögn. Í húsinu er enn aðstaða fyrir félagsstarfsemi þeirra fjölmörgu Íslendinga sem búsettir eru á Kaupmannahafnarsvæðinu og ræddu forsetahjónin við nokkur þeirra, þar á meðal íslenska fræðimenn sem njóta þeirrar aðstöðu sem Jónshús hefur upp á að bjóða til fræðistarfa.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar