• Ljósmyndir/BIG
  • Ljósmyndir/BIG
  • Ljósmyndir/BIG
  • Ljósmyndir/BIG
  • Ljósmyndir/BIG
Fréttir | 12. okt. 2021

Krónprins Danmerkur

Forsetahjón taka á móti Friðriki krónprinsi Danmerkur á Bessastöðum. Friðrik heimsækir Ísland ásamt utanríkisráðherra Danmerkur, Jeppe Kofod, og danskri sendinefnd. Markmið ferðarinnar er að styrkja samstarf og viðskiptatengsl Íslands og Danmerkur á sviði sjálfbærra orkulausna.

Heimsókn krónprinsins hófst með kvöldverði honum til heiðurs á Bessastöðum. Í ávarpi sínu sagðist forseta þykja vænt um að Ísland skyldi verða fyrsti áfangastaður krónprinsins á ferðum í þágu Danmerkur eftir það hlé sem gera þurfti á ferðalögum vegna farsóttarinnar. Þá sagði forseti að þjóðirnar tvær vilji mæta saman alheimsáskorunum í loftslags- og umhverfismálum. Ávarp forseta var flutt á dönsku en má lesa á íslensku hér og á dönsku hér.

Kvöldverðinn sóttu einnig Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Íslands, Kirsten Geelan sendiherra Danmerkur á Íslandi, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk fulltrúa úr dönsku og íslensku viðskiptalífi.

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar