Fréttir | 12. okt. 2021

Samstarf við Grænland

Forseti tekur á móti Rannsóknaráði Grænlands (Nunatsinni Ilisimatusarermik Siunnersuisoqatigiiit, Greenland Research Council). Liðsmenn ráðsins heimsækja stofnanir og háskóla hér á landi með samstarf í huga og sækja jafnframt ráðstefnuna Hringborð Norðurslóða. Á fundi forseta og ráðsins var rætt um mikilvægi þess að Íslendingar og Grænlendingar auki samstarf sitt á sviði rannsókna, menntunar og nýsköpunar, ekki síst á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar