Fréttir | 13. okt. 2021

Gróska

Forseti flytur ávarp í Grósku hugmyndahúsi við setningu fundar um aukið samstarf Danmerkur og Ísland á sviði sjálfbærra lausna í orkumálum. Friðrik krónprins Danmerkur flutti einnig setningarávarp, en með honum hér á landi er Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, ásamt danskri viðskiptasendinefnd. Að málþinginu loknu fengu gestirnir stuttar kynningar frá fulltrúum tíu danskra orkufyrirtækja. Loks gengu forseti, krónprinsinn og aðrir gestir um sýningu Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Eggert Benedikt Guðmundsson forstöðumaður Grænvangs kynnti starfsemina.

Ávarp forseta var flutt á ensku og má lesa það hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar